Héðan og þaðan – fínt veiði í vötnunum
Héðan og þaðan – fín veiði í vötnunum.
Það er búið að vera fínn gangur í vötnunum. Mikið af bleikju er að veiðast á Þingvöllum og Úlfljótsvatni, eins og venjan er á þessum tíma. Veiðimenn bíða þó ólmir eftir góðum sjóbleikjuskotum í Hraunsfirði og Hópinu svo dæmi séu tekin.
Stefán Ómar Stefánsson skellti sér í tvo tíma í Úlfljótsvatnið og fékk 11 bleikjur á aðeins 2 tímum og var 4 minnstu bleikjunum sleppt. Það kraumaði í öllum víkum og mikið líf í gangi en hann var í vatninu 18/7. Stærsta bleikjan var um 2 pund.