Þar sem nú eru innan við 50 dagar í opnun fyrstu vatnanna sem hafa formlegan opnunartíma hvetjum við menn til að fara að huga að veiðigræjunum og setja sig í startholurnar. 
Einhverjir þurfa að fylla á fluguboxin og aðrir þurfa að gera við eða endurnýja vöðlur.  Þá er gott að hafa tímann fyrir sér til þess að gera allt klárt fyrir nýtt veiðitímabil.  Það er magnað að sjá að um miðjan febrúar eru vötnin hér í nágrenni höfðuborgarsvæðisins íslaus. 

Hægt er að sjá yfirlit yfir opnunartíma vatnanna HÉR
 
Það er um að gera að fara yfir fluguboxin og kanna hvernig lagerstaðan er þar.  Hér er Friskó eftir Þór Nielsen í öllu sínu veldi. 
 
Hér má sjá mynd sem tekin var við opnun Vífilsstaðavatns 1. apríl 2012
 
 
 
Með veiðikveðju,
Veiðikortið

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Vorkoma – veiðisaga af vorveiðiferð í vonskuveðri.
Næsta frétt
Héðan og þaðan – Úlfljótsvatnið að koma sterkt inn.