Veiðisaga úr Hraunsfirði – flottir fiskar úr Hólmavatni og Þingvallavatni
Halldór Gunnarsson skellti sér í Hraunsfjörðinn um síðustu helgi og gefum við honum orðið en hann sendi okkur skemmtilega lýsingu á ástandinu þar:
"Nýkominn úr Hraunsfirðinum en ég ákvað að drífa mig með góðum félaga eftir að hafa lesið fréttirnar um bleikjutorfurnar.  Fórum alveg inn í botn og veiddum sunnudagskvöld og mánudagsmorgun.  Virkilega gaman að sjá þessar bleikjutorfur og sjá stórar bleikjur stökkva út um allt eins og laxa.

 
Þær voru nú ekki eins ragar að taka eins og fréttirnar sögðu frá og voru þær að taka fluguna vel … en þó nokkuð var um fólk sem var að nota makríl, og jafnvel maðk. Sá ekki mikið vera að gerast hjá þeim.
 
Ég hinsvegar gerði ágætis veiði, endaði í um 17 bleikjum, þar af 2 rúmlega 2 punda, og þar af önnur á þurrflugu.
Tók 2 fínar á þurrflugur og nokkrar litlar sem fengu líf aftur.
 
Einnig gerði ég fína veiði á Þingvöllum … mikið af bleikju alveg upp við land. 
Þær taka mjög grannt og oft á tíðum nauðsynlegt að nota tökuvara.
 
Sendi meðfyljgandi mynd af sjóbleikjum úr Hraunsfirðinum og 3,5 punda kuðungableikju úr Þingvallavatni.
 
Eigið góðar stundir
 
Bestu kveðjur
Halldór Gunnars"
 
Fallegar bleikjur úr Hraunsfirði
 
Halldór með 3.5 punda bleikju úr Þingvallavatni
Við þökkum Halldóri fyrir góðar fréttir úr Hraunsfirði. 
 
Einnig er gaman að láta fylgja með tvær myndir af fallegum silungum sem Þorsteinn Stefánsson fékk í Hólmavatni, en það er eitt af nýju vötnunum í Veiðikortinu 2012.  Við þökkum Þorsteini fyrir að deila þessum myndum með okkur.
 
Fallegur urriði úr Hólmavatni
 
Falleg bleikja úr Hólmavatni.
 
Með veiðikveðju,
Veiðikortið
 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Skemmtilegur tími að detta inn – urriðinn farinn að sýna sig eftir hlé!
Næsta frétt
Héðan og þaðan – bleikjan mætt í Hraunsfjörðinn!