Hraunfjörðurinn að detta í gírinn!
Bleikjan er að aukast og skilyrði að batna í Hraunsfirði, en búið er að vera skelfilegt veiðiveður þar síðustu daga út af vindi.
Veiðimenn hafa þó mætt á svæðið og fengið ágætis afla.
Tómas Skúlason skaust í Hraunsfjörðinn fyrir nokkrum dögum og var að veiða í aðeins tvo tíma út af veðri, en hann ásamst félaga sínum fengu 5 flottar bleikjur.