Það er eins og bleikjan í Úlfljótsvatni sé ánægð með rigningu síðustu daga, en veiðimenn hafa verið að veiða vel þar jafnt smá sem stóra fiska.
 
Halldór Gunnarsson er búinn að veiða reglulega í vatninu og vill hann meina að nú fyrst sé vatnið að almennilega að lifna við.  Hann sá mikið líf og fékk tvær sannkallaðar "kusur" er hann var við veiðar í vatninu í gær.  Stærri bleikjan vóg um 6 pund og sú minni um 4,5 pund. 

 
Einnig er rétt að benda veiðimönnum og fjölskyldufólki á að við Úlfljótsvatn er frábært tjaldstæði við vatnið og góð aðstaða fyrir börnin.  Ef útilega heillar ekki á votviðrisdögum, má einnig leigja innigistinu hjá Skátunum á mjög sanngjörnu verði.  Rétt er þá að hafa beint samband við skátamiðstöðina á Úlfljótsvatni.  Nánari upplýsingar www.ulfljotsvatn.is
 
 
 
Óvenju fallegar bleikjur sem Halldór fékk í Úlfljótsvatni í gær, 15. júlí á Krókinn og Peacock.
Með veiðikveðju,
Veiðikortið
 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Góður dagur á Skagaheiði!
Næsta frétt
Héðan og þaðan – góð bleikjuveiði um allt land