Það er fátt skemmtilegra en að vera upp á Skagaheiði í faðmi fjölskyldu eða vina þegar vel viðrar og vel fiskast.  Róbert Daníel og fjölskylda skelltu sér á heiðina fyrir nokkru og áttu góðan dag á heiðinni.
Myndirnar tala sínu máli og fengum við lánaðar nokkrar myndir frá Róberti sem lýsa svo vel upplifunni sem fylgir verunni upp á heiði við falleg veiðivötn.  Þau veiddu aðallega í Ölvesvatni.

 
 
Daníel með flottan afla ásamt hundinum Sunnu.
 
Ísól búinn að veiða fallega bleikju.
 
Verið að gera klárt!
 
Fiskur í löndun.
 
Sá yngsti fljótur að komast upp á lagið!
 
Flottur dagur hjá veiðifjölskyldunni á Skagaheiði!
 
Daníel búinn að plasta aflann!
 
Sólarlag á Skagaheiðinni er fallegt.
 
Við þökkum Róberti Daníel kærlega fyrir að leyfa okkur að fá að njóta myndanna úr veiðiferð fjölskyldunnar á Skagaheiðina og hvetjum veiðimenn til að senda okkur myndir frá vötnum Veiðikortsins.
 
Með veiðikveðju,
Veiðikortið

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Veiðifréttir – héðan og þaðan
Næsta frétt
Góð veiði í Úlfljótsvatni!