Góð bleikjuveiði í Þingvallavatni
Þá er bleikjutímabilið í Þingvallavatni komið á fullt og veiðimenn hafa verið að fá flotta veiði síðustu daga. Bleikjan er feit og flott eftir veturinn og talvert hefur veiðst af mjög vænni 2 kg. bleikju.
Þá er bleikjutímabilið í Þingvallavatni komið á fullt og veiðimenn hafa verið að fá flotta veiði síðustu daga. Bleikjan er feit og flott eftir veturinn og talvert hefur veiðst af mjög vænni 2 kg. bleikju.
Félagarnir Elías Pétur Þórarinsson og Óskar Bjarnason skelltu sér á Skagaheiðina um síðustu helgi. Þar iðaði allt af lífi, bæði nóg af fiskum og flugum. Þeir félagarnir fengu marga fiska í blíðviðrinu enda óhætt að segja að Skagaheiðin sé paradís á jörð í góðu veðri.
Veiði hófst í Hítarvatni síðustu helgi. Vatnið fer vel af stað og voru til að mynda fjórir veiðimenn sem voru með húsið á leigu með um 70 fiska.
Sjóbleikjuveiðin hefur farið óvenju vel af stað og virðist hún skila sér inn í ár og vötn í mun meira mæli en undanfarin ár auk þess sem hún er betur haldin.
Það er mikil veiði þessa dagana í Þveit en fyrir þá sem ekki vita er það spennandi vatn í nágrenni við Höfn í Hornafjörð. Þar er sjógengt þannig að sjóbirtingur á greiða leið upp í vatnakerfið.
Hraunsfjörður virðist vera kominn í gang og veiðimenn farnir að veiða fallegar sjóbleikjur þar.
Með hækkandi hita virðist sem mikið líf sé að færast í vatnaveiðina og þar er enginn undantekning sem á við um Þingvallavatn.
Í gærkvöldi var sennilega á þriðja tug veiðimanna mættir í Vatnskotið í þeirra von að setja í draumafiskinn. Það voru nokkrir fiskar sem komu á land og fékk Benedikt Vagn meira að segja tvo urriða á skömmum tíma. Meðan Benedikt var að þreyta annan fiskinn var Andrew að veiða nokkra meta frá honum og var hann einnig með fisk á samtímis.
Baráttudagur verkalýðsins 1. maí er í dag. Fyrir ekki svo mörgum árum markaði þessi dagur ákveðin tímamót hjá veiðimönnum enda opnaði veiði í vinsælustu veiðivötnum landsins yfirleitt ekki fyrr en þennan dag ár hvert. Þá var fjölmennt á bökkum vatna eins og Elliðavatns og Þingvallavatns og menn mættu til að hefja nýtt veiðitímabil og hitta mann og annan og ræða um veiði og eflaust allt milli himins og jarðar.
Þingvallavatn opnaði fyrir veiðimönnum 20. apríl síðastliðinn. Það hefur verið fín veiði þessa fyrstu daga og nokkrir rígvænir urriðar náðst á land. Skilyrði hafa verið ágæt þrátt fyrir að það hafi verið frekar kalt fyrstu dagana. Það er stækkandi hópur veiðimann sem lætur sig ekki vanta við bakkana sama hvernig viðrar enda fátt eftirminnilegra en að landa stórum Þingvallaurriða.
Margir hafa lagt leið sína í Meðalfellsvatn síðustu daga og margir verið að fá ágætis veiði.