Mikil veiði í Þveit
Það er mikil veiði þessa dagana í Þveit en fyrir þá sem ekki vita er það spennandi vatn í nágrenni við Höfn í Hornafjörð. Þar er sjógengt þannig að sjóbirtingur á greiða leið upp í vatnakerfið.
Það er mikil veiði þessa dagana í Þveit en fyrir þá sem ekki vita er það spennandi vatn í nágrenni við Höfn í Hornafjörð. Þar er sjógengt þannig að sjóbirtingur á greiða leið upp í vatnakerfið.
Hraunsfjörður virðist vera kominn í gang og veiðimenn farnir að veiða fallegar sjóbleikjur þar.
Með hækkandi hita virðist sem mikið líf sé að færast í vatnaveiðina og þar er enginn undantekning sem á við um Þingvallavatn.
Í gærkvöldi var sennilega á þriðja tug veiðimanna mættir í Vatnskotið í þeirra von að setja í draumafiskinn. Það voru nokkrir fiskar sem komu á land og fékk Benedikt Vagn meira að segja tvo urriða á skömmum tíma. Meðan Benedikt var að þreyta annan fiskinn var Andrew að veiða nokkra meta frá honum og var hann einnig með fisk á samtímis.
Baráttudagur verkalýðsins 1. maí er í dag. Fyrir ekki svo mörgum árum markaði þessi dagur ákveðin tímamót hjá veiðimönnum enda opnaði veiði í vinsælustu veiðivötnum landsins yfirleitt ekki fyrr en þennan dag ár hvert. Þá var fjölmennt á bökkum vatna eins og Elliðavatns og Þingvallavatns og menn mættu til að hefja nýtt veiðitímabil og hitta mann og annan og ræða um veiði og eflaust allt milli himins og jarðar.
Þingvallavatn opnaði fyrir veiðimönnum 20. apríl síðastliðinn. Það hefur verið fín veiði þessa fyrstu daga og nokkrir rígvænir urriðar náðst á land. Skilyrði hafa verið ágæt þrátt fyrir að það hafi verið frekar kalt fyrstu dagana. Það er stækkandi hópur veiðimann sem lætur sig ekki vanta við bakkana sama hvernig viðrar enda fátt eftirminnilegra en að landa stórum Þingvallaurriða.
Margir hafa lagt leið sína í Meðalfellsvatn síðustu daga og margir verið að fá ágætis veiði.
Vötnin fara nokkuð vel af stað þrátt fyrir að veðrið hafi ekki verið upp á marga fiska í gær.
Það er kominn mars. Í huga vorveiðimanna er það stórt mál enda aðeins mánuður í að fyrstu veiðivötnin verði opnuð formlega fyrir veiðimenn.
Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar verður með opið hús fimmtudaginn 4. febrúar kl. 20.00 í félagsheimili sínu að Flatahrauni 29.
Fyrir skömmu opnaði nýr vefur sem heitir Veiðistaðavefurinn. Markmið vefsins er að sameina á einn stað upplýsingar um alla veiðistaði landsins hvort heldur um sé að ræða vatn, ársvæði, lax- eða silungsveiði.