Hraunsfjörður virðist vera kominn í gang og veiðimenn farnir að veiða fallegar sjóbleikjur þar.

Síðustu daga og viku höfum við heyrt frá mörgum veiðimönnum sem hafa verið að gera fína veiði í Hraunsfirði. Það bendir til þess að fjörðurinn sé kominn í gang og mikið af bleikju á sveimi. Þórir Traustason kíkti þangað í gær og fékk flotta bleikju en bleikjurnar þar eru þekktar fyrir að vera feitar og fallegar svona snemmsumars. Á myndinni hér fyrir neðan má sjá boltableikjuna sem hann fékk auk þess sem hann missti aðra sem var ekki minni. Bleikjan tók fluguna Langskegg en einnig hafa veiðimenn verið að fá fína veiði á flugur eins og Pheasant tail, krókinn svo dæmi séu tekin.


Stórglæsileg Hraunsfjarðarbleikja sem Þórir Traustason veiddi í gær.

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

 

 

 

 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Mikil veiði í Þveit
Næsta frétt
Tilboð – SVFR félagsmenn