Það er mikil veiði þessa dagana í Þveit en fyrir þá sem ekki vita er það spennandi vatn í nágrenni við Höfn í Hornafjörð. Þar er sjógengt þannig að sjóbirtingur á greiða leið upp í vatnakerfið.

Stefán Ingi Daníelsson var þar síðasta miðvikudag og svo aftur á laugardaginn og fékk hann um 30 urriða, sjógengna (sjóbirtinga) og staðbundna urriða. Fiskarnir tóka nýjan spinner sem hann var að prófa sem kallast Gemoko Spin.

Hér fyrir neðan má sjá tvær myndir sem hann sendi okkur.


 

 

Við þökkum Stefáni fyrir að deila þessu með okkur og hvetjum veiðimenn til að kíkja í Þveit og kynnast þessu skemmtilega veiðivatni.

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Gott ár fyrir sjóbleikjuna?
Næsta frétt
Fjör í Hraunsfirði