Félagarnir Elías Pétur Þórarinsson og Óskar Bjarnason skelltu sér á Skagaheiðina um síðustu helgi. Þar iðaði allt af lífi, bæði nóg af fiskum og flugum. Þeir félagarnir fengu marga fiska í blíðviðrinu enda óhætt að segja að Skagaheiðin sé paradís á jörð í góðu veðri.

Hér fyrir neðan koma nokkrar myndir sem við fengum frá Elíasi Pétri.  Við vekjum athygli veiðimanna sem vilja skella sér norðu á heiðina að þar er takmarkaður stangarfjöldi og því nauðsynlegt að kanna stöðu mála á Hvalnesi áður en lagt er af stað. Einnig er hægt að leigja þar veiðikofa, en tveir kofar eru við Ölvesvatn.

 


Elías Pétur með fallegan urriða á Skagaheiði.

 


Óskar Bjarnason með eina boltableikju.

 


Þegar vatnið kraumar af fiski er gott að grípa minningar á GoPro vél. 

 


Verið að sleppa fallegri bleikju.

 


Eins og sjá má var pínu fluga á heiðinni. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að fiskur dafnar vel á heiðinni 
og hefur nóg æti.

 

Við þökkum Elíasi Pétri kærlega fyrir myndirnar og hvetjum veiðimenn til að njóta sumarsins og skella sér í vötnin í blíðunni.

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

 

 

 

 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Góð bleikjuveiði í Þingvallavatni
Næsta frétt
Hítarvatn – veiðin fer vel af stað