Þá er bleikjutímabilið í Þingvallavatni komið á fullt og veiðimenn hafa verið að fá flotta veiði síðustu daga. Bleikjan er feit og flott eftir veturinn og talvert hefur veiðst af mjög vænni 2 kg. bleikju.

Robert Nowak er listamaður í fluguhnýtingum en einnig mjög öflugur veiðimaður. Hann kíkti í þjóðgarðinn í gær og talaði um að þar væri mikið líf. Einnig höfum við heyrt frá mörgum veiðimönnum sem hafa verið að fá mikið af fallegri bleikju þar síðustu daga. Oft er talað um að bleikjan byrjir að sýna sig í Lambhaganum og færi sig svo nær Vatnsvikinu eftir því sem líður á en svo virðist sem hún sé farin að veiðast vel jafnt í Lambhaga og í raun á öllu svæðinu að Öfusnáða.

Hér fyrir neðan má sjá myndir sem við fengum lánaðar frá Robert Nowak sem teknar voru í gær.

 


Robert með eina boltableikju við Þingvallavatn í gær.


Veiði dagsins hjá Robert. Flottar bleikjur þarna á ferðinni og góður matfiskur.

með veiðikveðju,

Veiðikortið

 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Varðandi umgengni í vötnum
Næsta frétt
Ölvesvatn – The Selá Lakes in great condition!