Við höfum í auknum mæli verið að fá fréttir af slæmri umgengi við mörg vatnasvæði.  Því miður er alltof algengt að veiðimenn skilji eftir sig rusl eins og fernur, girnirsafganga, sígarettustubba, dósir og plastflöskur. Einnig er fiskislóg á bökkum of algengt en það er æskilegt að veiðimenn fargi þeim í sorptunnu eða gám.

Rétt er að hvetja veiðimenn til að huga vel að umgengni og taka með sér allt rusl og á það líka við um fiskislóg, en enn eru margir veiðimenn sem telja þeir séu að fæða fuglana með því að skilja eftir fiskislóg á vatnsbökkum eftir að hafa gert að afla. Rétt er að taka fram að nauðsynlegt er að setja allan fiskiúrgang með sér og farga á viðeignandi hátt. Þetta er fyrst og fremst vegna sýkingahættu.

Einng hvetjum við veiðimenn til að skilja ekki eftir sig neitt nema sporin.  Það er fátt sem slær eins mikið á uppörvandi og hreina náttúru landssins en að sjá rusl, stórt eða smátt, sem passar að sjálfsögðu mjög illa við fagra og hreina náttúruna.

Kæru veiðimenn – göngum vel um landið og bjóðum þeim sem koma á eftir okkur koma möguleika á að því að koma að svæðinu eins ef ekki betur en þegar okkur bar að.

Hér fyrir neðan er mynd sem við fundum við eina umfjöllun á Facebook varðandi umgengi í Elliðavatn og er þetta alls ekki það versta sem við höfum séð.


Mynd frá Elliðavatni. Mynd: Guðrún Ósk Barðadóttir

 

Við viljum einnig þakka þeim fjölmönnum veiðimönnum sem hafa hreinsa til og tekið saman rusl á víðavangi og sett í ruslapoka.

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

 

 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Risa sjóbirtingur úr Þveit!
Næsta frétt
Fantastic char fishing at lake Þingvallavatn