Rene Bärtschi er svissneskur veiðimaður sem hefur dálæti af því að koma til Íslands og veiða. Hann var við veiðar í hálfan mánuði í júní og veiddi í vötnunum fyrir austan, Skriðuvatni, Urriðavatni og Þveit og veitt vel í þessum vötnum.

Það brá svo til tíðinda þann 14. júní þegar hann var við veiðar í Þveit að hann fékk boltasjóbirting sem var 95 cm að lengd og er það sennilega stærsti fiskur sem við höfum haft spurnir af úr vatninu. Hann fékk 10 birtinga/urriða til viðbótar sem voru 45-65 cm en sjógengt er í Þveit og því veiðist talsvert af sjóbirtingi þar á hverju ári auk staðbundins fisk.  

Fyrir utan þennan risafisk þá kíkti hann þrisvar í Skriðuvatn og fékk þar 5 urriða frá 52cm upp í 66cm.  Einnig fékk hann 10 bleikjur í Urriðavatni sem voru um 45cm að lengd.

Rene hefur komið til Íslands á hverju sumri frá 2008 og hefur veitt mikið á austurlandi. Hér fyrir neðan eru myndir af stóra sjóbirtingnum sem hann fékk auk tveggja mynda frá því í fyrra sem teknar voru við Fögruhlíðarós.


Hér er Rene með 95 cm sjóbirginn sem hann fékk í Þveit þann 14. júní síðastliðinn. Þetta er enginn smá fiskur!


Hér er Rene með fallegan urriða sem hann fékk 2014.


Hér er svo ein af Rene þar sem hann er að veiða sjóbleikjur við Ósa Jöklu 2014.

Vatnasvæðin fyrir austan eru gjöful og úr nógu að taka vilji veiðimenn skella sér austur í veiðiparadísina þar. 

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Ljósavatn og Vestmannsvatn
Næsta frétt
Varðandi umgengni í vötnum