Hann Arnlaugur Helgason skellti sér í sumarbústað að Illugastöðum í Fnjóskárdal nýlega og var heppinn að hafa Veiðikortið með í för.  Hann nýtti sér það vel og fór bæði í Vestmannsvatnið og Ljósavatnið og veiddi vel.

Hann kíkti í Vestmannsvatnið í um 2 tíma og fékk tvo ágæta urriða þar. Hann kíkti síðan hálfan dag í Ljósavatn. Þegar hann mætti um morguninn var vatnið spegilslétt og fiskur að vaka um allt vatn. Hann byrjaði að veiða vestan megin við vatnið þar sem áin rennur í það en það gekk ekkert þar að fá fiskinn til að taka. Hann færði sig þá um set og fór uppfyrir vatnið (hægt að keyra þangað líka) niður á smá hamar sem þar er við Arnarstapa. Þar var mikið líf og fékk hann mikið af urriða þó hann væri ekki stór. 

Hann veiddi aðallega með litlum púpum.

Arnlaugur mælir með þessum vötnum þar sem þau eru aðgengileg og aðkoman góð. Alveg tilvalið fyrir fjölskyldufólk.

Hér fyrir neðan er mynd af Arnalaugi og Vestmannsvatninu í bakgrunn og önnur mynd af urriðunum tveim sem hann fékk þar. Við þökkum Arnlaugi fyrir upplýsingarnar um þessi skemmtilegu svæði.

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Skagaheiðin – flott svæði og góð veiði!
Næsta frétt
Risa sjóbirtingur úr Þveit!