Góður dagur á Skagaheiði!
Það er fátt skemmtilegra en að vera upp á Skagaheiði í faðmi fjölskyldu eða vina þegar vel viðrar og vel fiskast. Róbert Daníel og fjölskylda skelltu sér á heiðina fyrir nokkru og áttu góðan dag á heiðinni.
Myndirnar tala sínu máli og fengum við lánaðar nokkrar myndir frá Róberti sem lýsa svo vel upplifunni sem fylgir verunni upp á heiði við falleg veiðivötn. Þau veiddu aðallega í Ölvesvatni.