Héðan og þaðan – Úlfljótsvatnið að koma sterkt inn.
Það er búið að vera mikil veðurblíða síðustu daga og fiskurinn tekið vel við sér í hlýindunum.
Margir veiðimenn hafa lagt leið sína á Þingvelli og veitt mjög vel af bleikju sem kemur vel undan vetri og er mjög væn, en algeng stærð er 2-3 pund. Veiðimenn sem þekkja vatnið mjög vel hafa verið að fá allt upp í 18 bleikjur á hálfum degi en þó er hún oft sýnd veiði en ekki gefin og það getur verið snúið að fá hana til að taka.
Read more “Héðan og þaðan – Úlfljótsvatnið að koma sterkt inn.”