Konráð Guðmundsson fór til veiða í Þingvallavatni í dag 5. júlí.   Planið var að reyna við bleikjuna í Þingvallavatni enda var notast við létta Winston flugustöng fyrir línu #4 og 8 punda taum. 
Flugustöng fyrir línu #4 er mjög létt og hentar afbragðsvel til að slást til litla og meðalstóra silunga þannig að

 þegar hann fékk risastóran 17 punda urriða sem var 78 cm að lengd, vitandi að taumurinn var ekki nema 8 pund, þá voru góð ráð dýr.   Eftir rúman hálftíma tóks þó að landa þessum glæsilega fiski og honum til halds og traust var Guðrún Guðnadóttir.  Fiskurinn tók afbrigði af Peacock púpu.
Hér fyrir neðan má sjá mynd af Konráð með þennan glæsilega fisk og óskum við honum til hamingju með fenginn.
 
Konráð Guðmundsson með 17 punda urriða sem honum tókst að landa á flugustöng #4 og 8 punda taum!
Það er því greinilegt að það er lengi von á einum stórurriðanum þó svo að minna sjáist af honum þegar liðið er þetta langt fram á sumar.
Með veiðikveðju,
Veiðikortið
 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Héðan og þaðan. Mikið af flundru í Hraunsfirði.
Næsta frétt
Héðan og þaðan. Nú er frábær tími í vatnaveiðinni