Flott opnun í Vífilsstaðavatni. Ekta veiðiveður og menn að fá fisk.

Við kíktum upp í Vífilsstaðavatn milli kl. 9 og 10 í morgun. Það voru margir að veiða og bleikjan er komin í tökustuð.  Veðrið var mjög flott, ca. 6° hiti, þoka og smá úði, um kl. 9.00.  Rétt fyrir kl. 10 var byrjað að létta til.
 
Eiður Kristjánsson var búinn að fá eina bleikju og var að landa einum smáum urriða þegar okkur bar að garði. 

Read more “Flott opnun í Vífilsstaðavatni. Ekta veiðiveður og menn að fá fisk.”