Við kíktum upp í Vífilsstaðavatn milli kl. 9 og 10 í morgun. Það voru margir að veiða og bleikjan er komin í tökustuð.  Veðrið var mjög flott, ca. 6° hiti, þoka og smá úði, um kl. 9.00.  Rétt fyrir kl. 10 var byrjað að létta til.
 
Eiður Kristjánsson var búinn að fá eina bleikju og var að landa einum smáum urriða þegar okkur bar að garði. 

 Nokkrum köstum síðar fékk hann síðan fína bleikju á svartan Killer en fyrri bleikjuna fékk hann á bleikann Nobbler. 
 
Margt var um manninn í morgun við Vífilsstaðavatn  (fleiri myndir í albúmi)
 
Eiður Kristjáns með fyrri bleikjuna af tveimur.  (fleiri myndir í albúmi og á Facebook)
 
Vilborg Reynisdóttir, nýkjörinn formaður SVH var mætt á svæðið ásamt fleiri veiðikonum.
(fleiri myndir í albúmi og á FACEBOOK)
Það hefur sjálfsagt verið margt um manninn í Meðalfellsvatni, en það má búast við góðri urriðaveiði þar í apríl.  Leszek Robert fékk þennan fína urriða í morgun 1. apríl.
 
Meðalfellsvatn 1. apríl 2012 – Mynd Leszek Róbert
 
 
Það hefur verið fallegt við Meðalfellsvatn í morgun.  Mynd Leszek Róbert
 
Við eigum eftir að fá fleiri fréttir frá öðrum vatnasvæðum, en vonandi verða veiðimenn duglegir að senda okkur fréttir þannig að hægt verði að miðla þeim í kvöld eða á morgun.
 
Með veiðikveðju,
Veiðikortið
 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Meðalfellsvatn – meira frá opnun 1. apríl
Næsta frétt
Myndasyrpa frá Urriðadansi 2011 – þvílík tröll!