Stutt eftir – ágæt veiði

Höfum heyrt af einhverri veiði hér og þar þrátt fyrir að menn hafa minnkað ástundunina með kólnandi veðurfari.  Sjálfagt eru menn að gera fína sjóbirtingsveiði í Víkurflóði og Þveit, en einnig hafa menn verið að fá fallega veiði í Kleifarvatni og Úlfljótsvatni.  Einn veiðimaður sem var í Kleifarvatni í síðustu viku setti í 6 fiska en landaði þremur fínum fiskum 1,5, 2 og 2,5 pund að þyngd. 

Read more “Stutt eftir – ágæt veiði”

Hraunsfjörður – fjölskylduferð

Hraunsfjörður – fjölskylduferð (uppfærðar myndir)
Veiðikortshafi sendi okkur myndir og nokkrar línur eftir skemmtilega ferð í Hraunsfjörð um Verslunarmannahelgina.
"Heilir og sælir Veiðikortsmenn. Við fjölskyldan skelltum okkur á Snæfellsnes um verslunarmannahelgina, vopnuð veiðikorti og viðeigandi búnaði. Komum í Hraunsfjörð um miðjan dag á laugardeginum, eftir að hafa skoðað aðstæður við Baulárvallavatn.

Read more “Hraunsfjörður – fjölskylduferð”

Kleifarvatn – Glæsileg veiði.

Það eru fallegir fiskar í Kleifarvatni og talsvert borið á því síðustu daga.  Cezary og Michal eru búnir að vera duglegir að stunda Kleifarvatn í sumar sem og önnur vötn.  Síðustu 7 daga eru þeir búnir að fara 4 sinnum og fá 35 stórfiska, 8-12 punda urriða.  Einnig fengu þeir fína fiska þar fyrr í sumar.  Bleikjan er einnig mjög væn í Kleifarvatni og hafa þeir verið að fá talsvert af bleikju líka.

Read more “Kleifarvatn – Glæsileg veiði.”