Veðrið er búið að vera nokkuð notarlegt upp á síðkastið og mikið borið á fréttum úr laxveiðiánum sem hafa sjaldan skilað eins miklum afla, en menn hafa einnig verið að afla vel í vötnunum.

Í Meðalfellsvatni hefur aðallega borið á fréttum af laxveiði síðustu daga, en nokkrir veiðimenn hafa verið að fá upp í 4 laxa á einum degi.  Ekki er nákvæmlega vitað um hversu mikið er búið að veiðast en ljóst er að það eru nokkrir tugir af löxum.
Fengum fréttir að menn hafa verið að fá fína veiði í Víkurflóði síðustu daga.
Í Kleifarvatni heldur urriðaveislan áfram og við spjölluðum við einn harðan veiðimann sem hefur fengið talsvert magn af urriða þar síðustu daga út frá Lambhaga.  Sá hinn sami gerði einnig mjög góða ferð norður á Skagaheiði, en þar fékk hann fína veiði í Ölvesvatni.
Sléttuhlíðarvatn er mikið líf og menn hafa verið að fá mjög góða veiði.
Þingvallavatn er einnig að gefa vænar bleikjur en nú eru þær að fara í hrygningarbúning.  Menn eru minntir á að bannað er að veiða í Ólafsdrætti til og með 1. ágúst.
Einn notandi Veiðikortsins kom með skemmtilega tillögu um að gera samantekt úr veiðiskýrslum sem berast fyrir hvert vatnasvæði þannig að veiðimenn geti áætlað hvenær má búið við góðri veiði í ákveðnum vötnum.  Til að gera slíka samantekt er nauðsynlegt að veiðimenn séu duglegir við að senda inn veiðiskýrslur þannig að við hvetjum veiðimenn til að þær til okkar sem og veiðifréttir á netfangið veidikortid@veidikortid.is
Með bestu kveðju,
Veiðikortið
 
 
Ánægður veiðimaður við Mjóavatn í Breiðdal. Mynd Ríkharður Hjálmars.

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Þingvellir – Cezary og Michal með stórfiska!
Næsta frétt
Laxveiði í Meðalfellsvatni