Hraunsfjörður – fjölskylduferð (uppfærðar myndir)
Veiðikortshafi sendi okkur myndir og nokkrar línur eftir skemmtilega ferð í Hraunsfjörð um Verslunarmannahelgina.
"Heilir og sælir Veiðikortsmenn. Við fjölskyldan skelltum okkur á Snæfellsnes um verslunarmannahelgina, vopnuð veiðikorti og viðeigandi búnaði. Komum í Hraunsfjörð um miðjan dag á laugardeginum, eftir að hafa skoðað aðstæður við Baulárvallavatn.

 Áhváðum að tjalda inn við botn á Hraunsfirði þrátt fyrir talsverða flugu (en það er nú alltaf merki um fisk). Komum okkur fyrir og svo áhvað heimilsfaðirinn að prufa splúnkunýju vöðlurnar og óð vatnið út og suður án þess að verða var. Gekk svo bakkann til baka og kom þar sem áin (lækurinn) rennur út í vatnið. Tók nokkur köst og varð var með það sama !!!! þá kom kallið MATUR og eins og hlýðnum eiginmanni sæmir var kallinu svarað (ekki get ég sagt að það hafi verið með gleði samt). Að sjálfsögðu var farið á sama stað og tökurnar voru um leið og kvöldmatnum var lokið, sem var ca 20.30 þegar að var komið stóðu tveir veiðkappar oná staðnum sem tökurnar höfðu verið áður. Þannig að við komum okkur fyrir aðeins utar (lengra frá ósnum) og byrjuðum að kasta, í stuttu máli sagt það varð allt vitlaust !!!!! á í hverju kasti og mest ca 1- 1 ½ punda sjóbleikja. Í ljósi þess að í bæklingnum góða eru menn beðnir um að gæta hófs í veiðinni, var ákveðið að hirða bara 3 hvern og einungis það sem gæti farið á grillið með góðu móti. Niðurstaðan var að 15 fiskum var landað þetta kvöld og alveg klárlega 40-50 fiskar veiddir. Og það ánægjulegasta af öllu var að unglingurinn á heimilinu fékk sína fyrstu flugufiska !!!! Á þessum stað er grunnt og nánast vonlaust að veiða með öðru en flugu (sumir voru að ná einum og einum á flugu með flotholti). Það var þvi virkilega ánægð veiðifjölskylda sem gekk til náða þetta kvöld, eftir flökun og pökkun. Vöknuðum á Sunnudeginum og var áhveðið að reyna Baulárvallavatn og Hraunsfjarðarvatn. Dunduðum okkur þar við veiðar, berjamó og fjallgöngur og niðurstaðan í veiðinni var einn 2 punda Urriði úr Baulu og einn tittur úr Hraunsfjarðarvatni sem gleypti orminn það illa að ekki var annað að gera en drepa greyið. Komum í fjörðinn rétt fyrir kvöldmat og að sjálfsögðu var grillaður silungur á matseðlinum. Uppúr átta fórum við svo aftur á svipaðar slóðir og kvöldið áður. Og viti menn alveg sama veislan !!!!! litlar púpur ljósar eða gráleitar gáfu fisk i hverju kasti. Um það bil sama magn var hirt en heldur fleiri veiddir en kvöldið áður. Stórkostleg helgi um það bil 100 fiskar veiddir og allt er það Veiðkortinu að þakka !! takk fyrir okkur Veiðfjölskyldan í Hlíðunum."
 
 
Falleg kvöldveiði úr Hraunsfirði – kvöld 2
 
Falleg kvöldveiði fyrra kvöldið.
 
Stoltir veiðimenn!¨
 
Fallegt útivistasvæði
 
Tveir svellkaldir!
 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Kleifarvatn að styrkjast.
Næsta frétt
Þingvellir – Cezary og Michal með stórfiska!