05. sep. 2008
 
Kleifarvatn að styrkjast.
Veiðimenn hafa verið að gera fína veiði í Kleifarvatn á Reykjanesi síðustu daga.  Svo virðist sem vatnið sé að jafna sig eftir mikla lægð, en þetta sumar er sennilega besta sumarið í mörg ár.

 
Á spjallþræði á www.veidi.is má sjá texta frá veiðimanni sem er búinn að fara talsvert í Kleifarvatni og látum við textan fylgja hér:
 "Var annars að koma úr kleifarvatninu núna rétt áðan og missti á spúnin stórurriða sem þurkaði sig tvisvar áður en hann fór bjartur og glæsilegur skutum á 5 til 8 punda fisk enda langt frá mér þegar hann tók spinnerinn á djúpu vatni og skaust svo bara eins og flugskeyti upp úr yfirborðinu og öll línan á kafi í vatninu og þetta gerði hann tvisvar og fór svo bara he he en ekki með spúninn þó.
 
Þarna var maður að veiða á flotholt og beitu með börnin sín tvö með sér og landaði hann ellefu stykkjum í beit á stuttum tíma og voru þeir frá 1 og upp í 2.5 pund og bara fjör hjá þeim gaman að sjá hvað krakkarnir verða áhugasöm þegar þetta gengur svona vel
félagar mínir þrír fengu 3 + 2 + 1 frá pundi upp í tvö pund en ég reyndi að spúna dýpið áfram og fékk krafta töku djúpt í myrkrinu en hann tók hann ekki og hætti ég því og bjó mig til heimferðar.
 
Kleifarvatnið er að koma sterkt inn þar sem hverir hafa opnast í vatnsbotninum og urriðin er hitakær og dafnar vél þarna feitur og pattaralegur og bleikjan á stífu undanhaldi vegna hitans er mín kenning, og urriðin hefur nóg að éta því mikið að smábleikjuni endar í hans maga örugglega enda eru til tröll þarna úr gamalli seiðasleppingu og vænar bleikjur með en ég misti í fyrra í löndun eina sem var um 10 pund.
 
Veiðikveðjur 
Falk65"
 
 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Stutt eftir – ágæt veiði
Næsta frétt
Hraunsfjörður – fjölskylduferð