Elliðavatn – Bílastæðamál við Kríunes – Vatnsenda.

 
Hér má líta mynd þar sem búið er að teikna inn á hvar veiðimönnum sem ætla að veiða við Kríunes og Vatnsenda er ætlað að leggja bílum sínum.
Talsvert hefur borið á því í vor og sumar að veiðimenn leggi bílum sínum á og við veginn sem liggur að Sveinstöðum og jafnvel við innkeyrslur íbúa við Vatnsendablett. 

Read more “Elliðavatn – Bílastæðamál við Kríunes – Vatnsenda.”

Góð veiði á Skagaheiði og ólýsanlega fallegt vatnasvæði!

Það hefur verið mjög góð veiði síðustu daga á Skagaheiði þrátt fyrir að allt lífríkið virðist vera seinna á ferðinni.   Það má í raun segja að sumarið hafi komið 2-3 vikum seinna en vant er.  Þessa stundina eru fullt á svæðinu, en takmörkun er á stangarfjölda á vatnasvæðinu þannig að þeir sem ætla sér að fara norður á næstu dögum er bent á að hafa samband við staðarhaldara á Hvalnesi fyrst í síma 453-6520.

Read more “Góð veiði á Skagaheiði og ólýsanlega fallegt vatnasvæði!”

Hraunfjörðurinn að detta í gírinn!

 
Bleikjan er að aukast og skilyrði að batna í Hraunsfirði, en búið er að vera skelfilegt veiðiveður þar síðustu daga út af vindi.
Veiðimenn hafa þó mætt á svæðið og fengið ágætis afla. 
Tómas Skúlason skaust í Hraunsfjörðinn fyrir nokkrum dögum og var að veiða í aðeins tvo tíma út af veðri, en hann ásamst félaga sínum fengu 5 flottar bleikjur.

Read more “Hraunfjörðurinn að detta í gírinn!”