Elliðavatn opnar á morgun – sumardaginn fyrsta!

Nú er veturinn á enda og sumardagurinn fyrsti að renna upp.  Fyrir veiðimenn er það mikið ánægjuefni enda opnar Elliðavatnið fyrir veiði þá og það eru margir sem nota þann dag til að hefja veiðitímabilið. Fjöldi veiðimanna sækir vatnið á opnunardeginum til að veiða og hitta aðra veiðimenn. Í fyrra var 7°hiti um kl. 7 að morgni, en hætt er við að það verði eitthvað kaldara í fyrramálið enda spáir um 0-1° fyrir hádegi. 

Read more “Elliðavatn opnar á morgun – sumardaginn fyrsta!”

Þingvallavatn – enn talsverður ís að hluta.

Á morgun, 20. apríl, verður opnað fyrir veiðimenn í Þingvallavatni, fyrir landi þjóðgarðsins.  Það var mikið ævintýri á sama tíma fyrir ári síðan en þá komu nokkrir stórurriðaðar á land. Nú er hætt við því að það verði erfiðara að athafna sig enda ennþá mikill ís í þjóðgarðslandinu og má segja að það sé ís við landið allt frá Vatnsvík að Leirutá í það minnsta.  

Read more “Þingvallavatn – enn talsverður ís að hluta.”