Nú lifnar yfir veiðimönnum enda alltaf fagnaðefni þegar veiðitímabilið hefst formlega.

Mörg skemmtileg vötn opna formlega á morgun og má þar nefna Vífilsstaðavatn, Meðalfellsvatn og vötnin í Svínadal, þ.e.a.s. Þórisstaðavatn, Eyrarvatn og Geitabergsvatn. Hraunsfjörður opnar einnig á morgun en þar geta veiðimenn gert fína veiði snemma á vorin. Einnig opna vötnin Þveit og Syðridalsvatn við Bolungavík. 

Svo virðist sem flest vötn séu orðin veiðanlega enda lítill sem enginn ís á flestum þeirra. 

Veðurspáin er þó kuldaleg en vonandi verður veðrið fallegt þannig að menn geti látið sig hafa það að kasta fyrir silung á þessum hátíðardegi veiðimanna.

Við hvetjum veiðimenn sem verða á veiðum á morgun að senda okkur fréttir og einnig að nota #veiðikortið2015 á Instagram og Twitter.  Einnig er einfalt mál að senda myndir beint af bakkanum inn á Facebook síðu okkar þannig að veiðimenn geti séð hvernig staðan er frá fyrstu hendi.

Vötn sem opna í apríl: Opnar Lokar  
  Eyrarvatn í Svínadal 1.apr 25.sep  
  Geitabergsvatn í Svínadal 1.apr 25.sep  
  Hraunsfjörður á Snæfellsnesi 1.apr 30.sep  
  Meðalfellsvatn í Kjós 1.apr 20.sep  
  Syðridalsvatn við Bolungavík 1.apr 20.sep  
  Vífilsstaðavatn í Garðabæ 1.apr 15.sep  
  Þórisstaðavatn í Svínadal 1.apr 25.sep  
  Þveit við Hornafjörð 1.apr 30.sep
 

 

Hér fyrir neðan koma nokkrar myndir frá opnuninni í fyrra:


Fjölmenni var við bakka Vífilsstaðavatns 1. apríl 2014. Það verður gaman að sjá hvernig gengur á morgun.

 


Veiðikonurnar og systurnar Kristín og Vilborg Reynisdætur voru klárar í slaginn í fyrra.


Það getur skipt sköpum að vera vel birgur af flugum þegar silungurinn er vandlátur.

 

Hér má einnig skoða fréttina sem við birtum í fyrra eftir opnunina í Vífilsstaðavatni 2014.

 

Góða skemmtun kæru veiðimenn og til hamingju með að nýtt veiðitímabil sé að ganga í garð – ballið er að byrja!

Veiðikortið

 

 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Köld opnun – en hitastigið á réttri leið!
Næsta frétt
Iceland by bike and flyrod – 6 weeks adventure!