Það var virkilega kalt þegar veiðitímabilið byrjaði formlega. Óvenju fáir voru mættir í morgunsárið við Vífilsstaðavatn enda má segja að það hafi verið óveiðandi sökum kulda. Veiðimenn reyndu þó aðeins og sömu sögu má segja frá Meðalfellsvatni þar sem vatnið var nánast ísilegt að undanskildu smá svæði við Sandá.

Veðurspáin lofar þó góðu og fínar hitatölur í kortunum þannig að veiðimenn ættu að geta skotist aðeins um pákana og rennt fyrir fiski.

Hér fyrir neðan koma nokkrar myndir frá kuldalegri opnun við Vífilsstaðavatn og Meðalfellsvatn, en eins og gefur að skilja voru aflatölur ekki góðar.


Kristján E. Kristjánsson skellti sér í Meðalfellsvatnið og svona var ástandið þar. Smá vök sem hægt var að athafna sig á en annars var vatnið ísilagt.

 


Nokkrir voru mættir við Vífilsstaðavatn, en hér má sjá Vilborgu Reynisdóttir, formann Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar, Vigni Árnason og Loga Kvaran.
 


Vignir Árnason sem er rúmlega áttræður, lét sig ekki vanta. Hann kvartaði ekki yfir kuldanum
og lét sig ekki muna um að veiða vettlingalaus.

 


Spáð í spilin á bakkanum.

 

Við óskum veiðimönnum og landsmönnum öllum gleðilegra páska og vonum að veiðimenn verði duglegir að veiða um helgina og senda okkur fréttir
af gangi mála.

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Kleifarvatn opnar á morgun!
Næsta frétt
Ballið er að byrja! Vötnin opna á morgun.