Hans Bock er hollenskur fluguveiðimaður, fluguhnýtari, veiðiblaðamaður og rithöfundur sem hefur ferðast vítt og breitt um heiminn með flugustöngina að vopni.  Hans rekur fluguveiðiskóla í Hollandi og hefur sent frá sér mikið af kennslumyndböndum, bæði varðandi fluguhnýtingar og fluguveiði almennt.  

Hann ákvað að koma til Íslands og upplifa landsins gæði með því að ferðast um landið á reiðhjóli í 6 vikur og gisti hann aðallega í tjaldi.  Á ferðalagi sínu naut hann að vera í íslenskri náttúru og borðaði hann aðallega fisk sem hann veiddi ásamt berjum og sveppum sem hann tíndi.

 

 


Hér er Hans Bock með bleikju úr Þingvallavatni. Hann átti eftir að fá þær miklu stærri eins og sjá má í myndbandinu fyrir neðan.

Hann veiddi í nokkrum vötnum innan Veiðikortsins og ýmsum öðrum veiðisvæðum sem hann hafði kynnt sér á netinu áður en hann kom.  Eitt af hans markmiðum var að kanna ódýrar silungsveiðar á Íslandi og miðla í framhaldi sinni reynslu til samlanda sinna og sanna að flott veiði á Íslandi einskorðist ekki við dýra laxveiði. Nú þegar er búið að birt greinar sem hann hefur skrifað um ferðalagið og nú síðast birtist grein um ferðalagið í nýjasta tölublaði Scale Magazine sem er eitt vinsælasta veftímarit um fluguveiði.  Hér má lesa greinina hans þar.


S
melltu á myndina hér fyrir ofan til að lesa greinina um ferðalagið um Ísland sem Hans Bock fór í síðasta sumar.  @Scale Magazine

Ferðina byrjaði hann í Þingvallavatni um miðjan júlí.  Þar tjaldaði hann og veiddi þar í um tvo daga og kynntist bleikjunni þar.  Þaðan fór hann á Sandman fatbike reiðhjóli og hélt áleiðis í Húsafell og þaðan á Arnarvatnheiði þar sem hann dvaldi í nokkrar daga.  Þaðan hélt hann ótrauður áfram og hélt á vit ævintýranna og næsti viðkomustaður var vatnasvæði Selár, Ölvesvatn ásamt þeim vötnum og lækjum sem fylgja því svæði en það er í Veiðikortinu. Í framhaldi af góðum dögum á Skagaheiði hélt hann á norðausturland og veiddi á Melrakkasléttu og nágrenni. Það má segja að Hans hafi heillast af landinu og er hann nú þegar búinn að bóka tvær ferðir til Íslands á komandi sumri.

Hér fyrir neðan má sjá myndband sem hann hefur sett saman eftir ferðalagið til Íslands síðasta sumar.

 

Trout fishing in Iceland by bike from Hans Bock on Vimeo.

 


Hans með fallegan urriða sem hann fékk á Skagaheiði, nánar tiltekið á Ölvesvatnssvæðinu sem er í Veiðikortinu.

 


Hér má sjá farskjótann sem hann ferðaðist á um óbyggðir Íslands.  

 

Við þökkum Hans fyrir að miðla þessu skemmtilega myndbandi og hlökkum til að heyra af ferðum hans á komandi sumri.

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið.

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Ballið er að byrja! Vötnin opna á morgun.
Næsta frétt
Fly tying in February