Frábær veiði fyrir austan!
Sigurberg og félagar fóru "vatnaveiði" hringinn eins og í fyrra. Þeir fóru suðurleiðina og byrjuðu í Þveit. Þar var mikið líf og fengu þeir um 30 fiska, frekar smá en þar var urriði, bleikja sem og nýgenginn sjóbirtingur í aflanum, þannig að hann er mættur á svæði! Það er mjög mikið líf í Þveit og hentar það sérstaklega vel fyrir unga veiðimenn þar sem ekki þarf að vaða til að komast í fisk. Þegar þeir voru að fara var maður að hefja veiðar með tvo unga veiðimenn með sér og voru þeir ekki lengi að setja í fiska!