Þingvellir – Krókur og Krókur á móti bragði.
Við höfum fengið margar góðar fréttir af aflabrögðum á Þingvöllum síðustu daga.  Menn hafa verið að fá allt að 20 punda urriðum og bíðum við eftir myndum til að geta sýnt frá því.  Einnig er búið að vera líflegt í Úlfljótsvatni, en við fengum fréttir frá veiðimanni sem fékk tvo 4 punda urriða og einn 8 punda urriða þar á Toby seinnipartinn 6. maí.

Svo virðist sem bleikjan sem að koma að landi í meira mæli, en Halldór Páll Kjartansson sendi okkur myndir af veiði sem hann fékk í gærmorgun, 7. maí á flugu auk þess sem við leituðum til hans varðandi upplýsingar um flugurnar sem hann notaði.   Urriðinn tók flugu sem hnýtt er á grubber öngul #12 með svörtu vinylribbi, rauðu ullarskotti aftast og kraginn er hnýttur úr rauðu crystal antron með gullkúlu.  Fluguna kallar hann Krókur á móti bragði.  Bleikjan tók aftur á móti Krókinn #12.  Báða fiskana fékk Halldór á Öfugsnáðanum í Þjóðgarðinum.
Hér er myndin af fiskunum sem Halldór fékk á Þingvöllum að morgni 7. maí 2010.
 
Falleg veiði hjá Halldóri í gærmorgun, en báða fiskana fékk hann á Öfugsnáðanum á Þingvöllum.
Hvetjum veiðimenn enn og aftur til að senda okkur myndir og fréttir á veidikortid@veidikortid.is  og þökkum Halldóri kærlega fyrir myndina sem og upplýsingarnar.
 
Með kveðju,
Veiðikortið

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Veiðikortið í samstarf við Veidibok.is
Næsta frétt
Urriði með sögu!