05. maí 2010
 
Urriði með sögu! Upplýsingar frá Laxfiskum um 9 punda urriðann sem veiddist 1. maí.
Eins og getið var um í frétt okkar 1. maí var 9 punda urriðinn sem Sigurður Bogason fékk á Þingvöllum merktur.  Í framhaldi hafði veiðimaðurinn samband við Jóhannes hjá Laxfiskum.

Jóhannes sendi okkur upplýsingar um fiskinn sem var merktur í lok október 2009. Sjá texta frá Jóhannesi og fyrir neðan má sjá mynd af fisknum þegar hann var merktur og eftir að hann var veiddur 1. maí.
"Þessi urriðahængur var merktur í Öxará á liðnu hausti. Rannsóknafyrirtækið Laxfiskar hefur um árabil staðið fyrir athugunum og merkingum á urriðum þegar þeir ganga í Öxará til hrygningar, þessi urriði lenti í slíku úrtaki. Í lok október 2009 þegar hann var merktur þá var hann 4410 g og 73 cm langur sem þykir all nokkuð en samt tilheyrði hann smávaxnari hluta hænganna sem tóku þátt í hrygningunni. Ekki er búið að aldursgreina fiskinn en greining á magainnihaldi sýndi að hann hafði innbyrt 25 mýpúpur skömmu fyrir andlátið. Myndin sem hér fylgir er tekin í október 2009 samhliða merkingu á fiskinum.  Kveðja Jóhannes."
 
Veiðimönnum er bent á að hafa samband við Jóhannes ef þeir skyldu veiða merktan fisk í Þingvallavatni, Úlfljótsvatni eða Kleifarvatni, en Jóhannes er í síma 664- 7080.
 
 
Hér má sjá mynd af urriðanum sem tekin var í merkingu í lok október 2009.
 
Sigurður með fiskinn 1. maí 2010.
 
Við þökkum Jóhannes frá Laxfiskum fyrir upplýsingarnar.
Mk,
Veiðikortið

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Þingvellir – Krókur og Krókur á móti bragði.
Næsta frétt
Nú er sumarið komið!