Við fengum sendan skemmtilegan pistil frá Tomma í Veiðiportinu en hann skrapp í nokkur vötn um helgina sem eru í nágrenni við höfuðborgina.    
Gefum honum orðið og í beinu framhaldi birtum við myndir sem hann sendi okkur með:

"Já – nú er vorið komið !!!
 
Ég og Örn félagi minn skruppum smá hring á vötnin hér í grend við höfuðborgina: Þingvallavatn, Úlfljótsvatn, Apavatn og Laugavatn og urðum bókstaflega vitni af þvi þegar að vorið gekk í garð,
fluga að klekjast, vatnshiti að hækka og fiskurinn í tökustuði.
 
Um morguninn var mjög skemmtileg straumfluguveiði og urriðinn nelgdi flugurnar með látum.
 
Eftir að hafa fengið okkur samlokur og nýlagað kaffi var skipt um gír og farið í smáflugur á mjög hægu strippi .
 
Ekki var þetta gefins þvi það var ekki fyrr en  15 – 20 flugum seinna sem við duttum niður á það sem hún tók.
 
Allstaðar var líf þó minnst á Þingvöllum þvi þar er jú vatn einna kaldast en miðað við veðurspá næstu daga ætti það að detta heldur betur inn.
 
Mæli með þvi að menn drífi sig nú af stað út í vatn þvi flugan er komin og fiskurinn er svangur eftir kaldan Apríl.
 
Kv. Tommi í Veiðiportinu"
 
Falleg veiði!
 
Feit og pattaraleg bleikja.
 
Tommi búinn að raða upp glæsilegum afla! 
 
Við þökkum Tomma í Veiðiportinu kærlega fyrir fréttirnar og myndirnar – glæsileg veiði og greinilegt að sumarið er tíminn!

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Urriði með sögu!
Næsta frétt
Kleifarvatn opnar með látum!