Nú leikur veðrið við landsmenn og veiðimenn duglegir að stunda vatnaveiðina.  Margir hafa verið að fá fína veiði síðustu daga.  Einnig er margt spennandi framundan eins og Veiðidagur fjölskyldunnar þann 27. júní nk sem og Fluguveiðinámskeið á Þingvöllum  þann sama dag kl. 16.00.  Enn er laust pláss á námskeiðið og þurfa menn að skrá sig fyrirfram.

Hér fyrir neðan má sjá fréttir sem okkur hafa borist sem og einhverjar myndir. 
Kleifarvatn:
Veiðimenn hafa verið að veiða mjög vel þar upp á síðkastið, bæði á beitu, spún og flugu.  Steinþór Sigurðsson fékk eina alveg hnöttótta eins og sjá má að þessum myndum:
 
Steinþór með bleikjuna.
 
Hnöttótt 4.5 punda bleikja sem er 53cm.  Fékkst á bláan dropa í Kleifarvatni 15.6 2010 – Steinþór
Þingvallavatn:
Vatnið hefur verið vel sótt og veiði verið ágæt, en samt er eins og bleikjan sé ekki komin í miklu mæli upp við land og gengur og gerist á þessum tíma.  Minnum áhugasama veiðimenn að skrá sig á námskeiðið um helgina, en það getur gert gæfumunin að þekkja veiðistaðina og hverju á að beita hverju sinni.  
 
Ljósavatn:
Góð veiði er búin að vera í Ljósavatni upp á síðkastið og margir lagt leið sína þangað.  Staðarhaldari biður veiðimenn að skrá sig eins og nefnt er í bæklingi kortsins áður en haldið er til veiða.  Einnig er rétt að benda þeim sem eru á ferð á norðulandi að Veiðikortshöfum býðst að kaupa staka daga í Laxá í Mývatnssveit á vildarkjörur.
 
Kringluvatn:
Mikið líf er í Kringluvatni, en mest þó af smábleikju, en alltaf fínir fiskar inn á milli.
 
Meðalfellsvatn:
Þar er búið að vera mjög góð veiði í allt sumar.  Nú fer að styttast í að fyrstu laxarnir fari að láta sjá sig þar en svona í byrjun júlí ættu eitthvað af fiski að vera kominn upp í vatn.
 
Þórisstaðavatn – Geitabergsvatn – Eyrarvatn:
Á Þórisstöðum eru komnir nýjir staðarhaldarar og reka þar glæsilega ferðaþjónustu www.thorisstadir.is.  Þórisstaðavatn er búið að vera með í Veiðikortinu frá upphafi en eftir að Geitabergsvatn og Eyrarvatn bættust við Veiðikortið fyrr í sumar eru Þórisstaðir orðinn frábær valkostur  fyrir fjölskyldur sem vilja tjalda og hafa það huggulegt yfir helgi.  Þar er einnig hægt að kaupa helstu nauðsynjar.  Búið er að vera fín veiði í vötnunum og hægt er að fá góðar upplýsingar hjá staðarhaldara hvar best sé að veiða. 
 
Skagaheiði:
Frábær veiði hefur verið á Skagaheiðinni (Vatnasvæði Selár)  í sumar.  Margir hafa lagt leið sína upp eftir og fengið fínan afla.   Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegar myndir af heiðinni sem feðgarnir Lalli og Össi sendu okkur:
 
 
Báturinn klár.
 
Fallegir fiskar
 
Einn á land! 
 
Úfljótsvatn:
Frekar rólegt hefur verið í Úlfljótsvatni, en það er eins og bleikjan sé ekki eins sýnileg og almennt er.  Reyndar helst veiðin í Úlfljótsvatn í hendur við Þingvallavatn, enda nokkuð álíka fæðuframboð í vötnunum.  Gera má ráð fyrir því að næstu daga fari bleikjan að sýna sig í meira mæli.  Á Úlfljótsvatni er gott tjaldsstæði hjá Skátunum.   Einnig viljum við vekja athygli á nýlegri heimasíðu veiðifélagsins: https://ulfljotsvatn.wordpress.com/ 
 
Hítarvatn:
Þar er búið að vera nokkuð góð veiði og menn verið að fá sæmilega fiska.  Þar hafa menn mest verið að veiða á klassískar púpur eins og peacock, killer og fleira 
 
Hraunsfjörður:
Við höfum fengið nánast engar upplýsingar hvernig gengur í Hraunsfirði.  Hvetjum þá sem hafa kíkt þangað síðustu daga að senda okkur upplýsingar um stöðu mála.  Einnig væri gaman að heyra af Baulárvallavatni og Hraunsfjarðarvatni.
Hvetjum veiðimenn til að senda okkur myndir, veiðifréttir og til að skrá afla á www.veidibok.is
 
Með best kveðju,
Veiðikortið
 
 
 
 
 
 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Frábær veiði fyrir austan!
Næsta frétt
Héðan og þaðan – vötnin að hrökkva í gang.