Sigurberg og félagar fóru "vatnaveiði" hringinn eins og í fyrra.  Þeir fóru suðurleiðina og byrjuðu í Þveit.  Þar var mikið líf og fengu þeir um 30 fiska, frekar smá en þar var urriði, bleikja sem og nýgenginn sjóbirtingur í aflanum, þannig að hann er mættur á svæði!  Það er mjög mikið líf í Þveit og hentar það sérstaklega vel fyrir unga veiðimenn þar sem ekki þarf að vaða til að komast í fisk.  Þegar þeir voru að fara var maður að hefja veiðar með tvo unga veiðimenn með sér og voru þeir ekki lengi að setja í fiska! 

Hér má sjá aflann sem Sigurberg og félagar fengu í Þveit á um 2 klst. 
Eftir Þveit prófuðu þeir aðeins í Mjóavatni í Breiðdal og urðu aðeins varir.  Fóru síðan í Urriðavatnið og fengu það ævintýralega veiði á um tveimur klukkustundum.  Allur sá afli fékkst á flugu og var það stundum þannig að það var á hjá tveimur í einu.
 
Tveir með hann á í einu!
 
Falleg bleikja!
 
Falleg bleikja kominn í góðar hendur!
 
Flottir fiskar úr Urriðavatni við Egilsstaði.
 
Kiddi með hann!
 
Og enn er hann á!
Eftir að þeir hættu í Urriðavatni var ferðinni heitið á Melrakkasléttu.  Vindur var farinn að setja strik í reikninginn og þeir köstuðu aðeins í Arnarvatn en héldu fljótt leið sinni áfram og gistu á Skagaheiðinni.  Þegar þeir vöknuðu var illveiðanlegt sökum veðurs og eftir að hafa tekið veðurspánna var haldið heim á leið og túrinn blásinn af.
Við þökkum Sigurberg kærlega fyrir myndirnar og ferðasöguna.
 
Mk,
Veiðikortið
 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Laxveiði í Hraunsfirði – skemmtilegar myndir
Næsta frétt
Héðan og þaðan