Nú er laxinn farinn að ganga inn í Hraunsfjörð á fullum krafti og má sjá hann stökkvar um lónið.  Einnig er mikið af fiski fyrir neðan brú og er vert að taka það fram að stranglega bannað er að veiða við stífluna og fyrir neðan brú.  Stutt er í næsta straum þannig að það má búast við góðum göngum næstu daga.

Einnig er rétt að benda mönnum á að Hraunsfjörður er einstaklega fallegt veiðisvæði og sérstaklega fallegt er að veiða í Hrauninu.  Aðgengilegast er þó að veiða við Grjótgarðinn og inn í botni.  Mikið er öllu jöfnu af bleikju í lóninu.
Stefán Ingvar Guðmundsson fór ásamt syni sínum Steinþóri Stefánssyni í Hraunsfjörðinn síðustu helgi.  Túrinn var ógleymanlegur fyrir soninn þar sem hann fékk fljótlega um 6 punda lax á Toby spún.  Rétt áður var annar veiðimaður að landa 10 punda laxi sem hann fékk á flugu.  Á sunnudeginum bætti Steinþór svo í og fékk annan lax á Toby, og var þessi heldur stærri eða 7-8 pund.
Hér fyrir neðan má sjá skemmtilega myndir sem við fengum sendar frá Stefáni og á hann þakkir skildar fyrir vikið um leið og við hvetjum aðra veiðimenn til að senda okkur myndir.
 
Steinþór Stefánsson með flottan lax sem hann fékk í Hraunsfirði um síðustu helgi!
 
Þetta var Maríulaxinn hans Steinþórs, þannig að hann þurfti að bíta veiðiuggann af !
 
Hér er Steinþór með báða laxana.
 
Tveir laxar og tvær sjóbleikjur! Flott veiði.
 
Hér er veiðimaður með 10 punda lax úr Hraunsfirði sem fékkst á flugu.
 
Ánægðir veiðimenn.
 
Verið að flaka og gera klárt á grillið!
 
Með bestu kveðju,
Veiðikortið.
 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Sjóbirtingsskot í Hópinu!
Næsta frétt
Frábær veiði fyrir austan!