Það skemmtilega við Hópið er að hægt er að lenda í miklum ævintýrum, jafnt í bleikju, sjóbirting sem og jafnvel risalöxum á leiðinni í Víðidalsá!
Brynjar Ingólfsson var heppinn þanng 10. júlí, en þá fékk hann fjóra gullfallega sjóbirtinga og sá stærsti vóg 5,5 pund!  

Þessir vænu sjóbirtingar eru gríðarlega sterkir og láta öllum illum látu, s.s. stökkva mun meira en t.d. lax, þannig að þetta hefur verið mikið ævintýri hjá Brynjari.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar skemmtilega myndir frá þessum veiðitúr.  Glæsilegir fiskar og falleg kvöldsólin fyrir norðan.
 
Brynjar með þennan stórglæsilega sjóbirting sem vóg 5,5 pund og veiddist í Hópinu 10.7 2010
 
Hér er mynd af aflanum
 
 
 
Falleg kvöldsólin í Hópinu!
Við þökkum Brynjari kærlega fyrir myndirnar og upplýsingarnar.
Mk,
Veiðikortið
 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Úlfljótsvatn og Þingvallvatn – flott veiði!
Næsta frétt
Laxveiði í Hraunsfirði – skemmtilegar myndir