21. júl. 2010
 
Hún Cecilía Rán Rúnarsdóttir, 6 ára, veiddi glæsilegan urriða í Úlfljótsvatni 10. júlí sl.  Urriðinn vóg 8 pund og er hennar fyrsti fiskur.  Ekki dónaleg veiði það og óskum við henni innilega til hamingju með þennan fallega fisk.  

Cecilía Rán Rúnarsdóttir með 8 punda urriðann sem hún veiddi 10.júlí og er þessi fiskur jafnfram fyrsti fiskurinn hennar.
Á Þingvöllum hafa menn einnig verið að fá ágætisveiði þrátt fyrir að bleikjuveiðin hafi verið eitthvað rólegri þetta sumarið en undanfarin ár.  Guðmundur Pétursson sendi okkur þessar skemmtilegu myndir hér fyrir neðan.
 
Fegurðin á Þingvöllum er ómótstæðileg.
 
Flott kuðungableikja sem Guðmundur Pétursson veiddi.
 
Hér má sjá aflann sem hann fékk í þessari veiðiferð.
 
Við þökkum kærlega fyrir myndirnar og fréttirnar og hvetjum veiðimenn til að senda okkur fréttir og myndir á netfangið veidikortid@veidikortid.is
 
Með veiðikveðju,
Veiðikortið

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Einn og einn lax úr Hraunsfirði – uppfært!
Næsta frétt
Góð veiði í Kleifarvatni