Það var mikið rok í Hraunsfirði í gær, en það stoppaði þó ekki Hilmar til að skjótast í Hraunfjörðinn og renna fyrir fiski.  Í mestu vindhviðunum var varla stætt.
Á myndinni hér fyrir neðan má sjá frænda hans Hilmars með laxinn góða sem vóg 2,9 kg og veiddist á spún í Hraunsfirðinu þann 15. ágúst.

Frændi Hilmars með laxinn góða.
 
Stefán Ingvar Guðmundsson með 3,5 kg lax úr Hraunsfirði (7 pund) sem hann veiddi 15. júlí. 
 
Við þökkum Hilmari og Stefáni  fyrir myndirnar og upplýsingarnar og hvetjum fleiri veiðimenn til að senda okkur fréttir og myndir á netfangið veidikortid@veidikortid.is
 
 
Með kveðju,
Veiðikortið

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Kleifarvatn – Seiðasleppingar í þúsundatali – “Aldrei farið tómhentur heim”
Næsta frétt
Úlfljótsvatn og Þingvallvatn – flott veiði!