Hans Ólason hjá Stangaveiðifélagi Hafnarfjarðar sendi okkur nokkrar myndir og textann hér fyrir neðan, en þeir félagar í SVH voru að sleppa um urriðaseiðum í þúsundatali.  Þess má geta að nokkur ár eru síðan þeir félagar slepptu gríðarlegu magni af urriðaseiðum sem hefur verið að skila sér í aukinni veiði síðustu ár, en menn hafa verið að fá mjög góða veiði þar upp á síðkastið.
Gefum Hans orðið:

 „Mánudaginn 16. Ágúst voru félagar í SVH á ferð við Kleifarvatn og slepptu um 4000 sumargömlum urriðaseiðum í vatnið, en rétt er að ítreka það að bátaumferð á vatninu er einungis leyfileg vegna fiskræktar- og rannsóknarvinnu.
Fjölmargir veiðimenn voru við veiðar þar á meðal þessi lunkni veiðimaður Sigurpáll Sigurbjörnsson sem heldur á afar fallegum urriða. Fiskurinn fékkst á maðk á flotholti á tanganum sem gengur útí vatnið frá norðurenda þess (þegar komið er frá Hafnarfirði). Annar veiðimaður var nýkominn og kvaðst hafa komið oftsinnis í sumar og aldrei farið tómhentur heim !!“
Hér má sjá nokkrar myndir sem hann sendi okkur með.
 
Veiðimaður með fínan urriða sem hann fékk þegar félagar í SVH voru að sleppa seiðum.
 
Félagarnir í SVH að vinna í seiðasleppingum.
 
Búið að koma kerinu með urriðaseiðunum fyrir.
 
Við þökkum Hans fyrir fréttirnar og eins þökkum við SVH fyrir dugnað og metnað við að viðhalda Kleifarvatni sem topp veiðivatni fyrir okkur til að njóta.
Með kveðju,
Veiðikortið
 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Meðalfellsvatn – flott byrjun. Rólegt í Vífilsstaðavatni í morgun.
Næsta frétt
Einn og einn lax úr Hraunsfirði – uppfært!