01. apr. 2011
 
Meðalfellsvatn – flott byrjun. Rólegt í Vífilsstaðavatni í morgun.
Í Meðalfellsvatni voru skilyrði orðin fín til veiða og veðrið gott.  Cezary var þar í morgun en það var ekki margt um manninn og fékk hann þar 4 sjóbirtinga sem vógu 2-6 pund.  Allir fengust þeir á koparlitaðann Toby spún. 

Í Vífilsstaðavatni var rólegt í morgun.  Hitastig var ekki nema 3° en þó voru nokkrir veiðimenn við veiðar og vissu menn af einni smábleikju sem hafði veiðst fyrir kl. 11.00.   
Hér fyrir neðan má sjá myndir sem Cezary sendi okkur frá því í morgun úr Meðalfellsvatni.  Þar fyrir neðan eru nokkrar myndir frá því í morgun úr Vífilsstaðavatni.
 
 
 
 
 
 
 
Myndirnar hér fyrir ofan eru frá Cezary síðan í morgun 1. apríl 2011.
 
Hér fyrir neðan koma nokkrar myndir frá Vífilsstaðavatni síðan í morgun.
 
Það var hálf muggulegt í morgun við Vífilsstaðavatn
 
Við Vífilsstaðavatn í kaldri opnun!
 
 
Við þökkum Cezary fyrir myndirnar frá Meðalfellsvatni.
Með veiðikveðju,
Veiðikortið.

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Fleiri myndir frá opnunardeginum 1. apríl.
Næsta frétt
Kleifarvatn – Seiðasleppingar í þúsundatali – “Aldrei farið tómhentur heim”