Héðan og þaðan. Mikið af flundru í Hraunsfirði.
Góð bleikjuveiði í Úlfljótsvatni og Þingavallavatni:
Það er búið að vera mjög góð bleikjuveiði í Úlfljótsvatni og Þingvallavatni síðustu daga og vikur. Margir veiðimenn hafa verið að fá þar tugi fiska á skömmum tíma. Þorsteinn Stefánsson er búinn að vera duglegur að kíkja í Úlfljótsvatnið og um helgina veiddi hann á laugardagskvöldið og fram á sunnudag og á þessum tíma fékk hann 33 bleikjur frá 0,5 pundi upp í 1,5 pund. Einnig fékk hann fallega veiði þar þann 9. júlí.