Elliðavatn – Bílastæðamál við Kríunes – Vatnsenda.

 
Hér má líta mynd þar sem búið er að teikna inn á hvar veiðimönnum sem ætla að veiða við Kríunes og Vatnsenda er ætlað að leggja bílum sínum.
Talsvert hefur borið á því í vor og sumar að veiðimenn leggi bílum sínum á og við veginn sem liggur að Sveinstöðum og jafnvel við innkeyrslur íbúa við Vatnsendablett. 

Read more “Elliðavatn – Bílastæðamál við Kríunes – Vatnsenda.”

Góð veiði á Skagaheiði og ólýsanlega fallegt vatnasvæði!

Það hefur verið mjög góð veiði síðustu daga á Skagaheiði þrátt fyrir að allt lífríkið virðist vera seinna á ferðinni.   Það má í raun segja að sumarið hafi komið 2-3 vikum seinna en vant er.  Þessa stundina eru fullt á svæðinu, en takmörkun er á stangarfjölda á vatnasvæðinu þannig að þeir sem ætla sér að fara norður á næstu dögum er bent á að hafa samband við staðarhaldara á Hvalnesi fyrst í síma 453-6520.

Read more “Góð veiði á Skagaheiði og ólýsanlega fallegt vatnasvæði!”

Hraunfjörðurinn að detta í gírinn!

 
Bleikjan er að aukast og skilyrði að batna í Hraunsfirði, en búið er að vera skelfilegt veiðiveður þar síðustu daga út af vindi.
Veiðimenn hafa þó mætt á svæðið og fengið ágætis afla. 
Tómas Skúlason skaust í Hraunsfjörðinn fyrir nokkrum dögum og var að veiða í aðeins tvo tíma út af veðri, en hann ásamst félaga sínum fengu 5 flottar bleikjur.

Read more “Hraunfjörðurinn að detta í gírinn!”

Héðan og þaðan – 18. maí

Vífilsstaðavatn
Það er mikið af fiski í Vífilsstaðavatni en gríðarlegt æti í vatninu þannig að samkeppni okkar veiðimanna er ekki auðveld.  Það mátti sjá tugi kría sveima yfir vatninu í fyrradag þegar við áttum leið um svæðið og er það vísbending um mikið æti.  Veiðimenn hafa verið að veiða talsvert af sæmilega vænni bleikju og þó nokkuð af urriða.

Read more “Héðan og þaðan – 18. maí”

Ótrúleg urriðaveiði á Þingvöllum

Þingvallavatn
Það hefur verið mjög fjölmennt á bökkum Þingvallavatns síðustu kvöld en margir vilja freista þess að setja í þann stóra.  Flest kvöld vikunnar er búið að vera fjölmennt í Vatnskoti og veiðimenn að slíta upp einn og einn stórfisk.  Það er svo magnað með urriðann á Þingvöllum að þegar menn veiða 5 punda urriða liggur við að hann sé flokkaður sem „tittur“ miðað við hvernig fiskar hafa verið að koma á land þar síðustu daga.  Það má ætla að búið sé að veiða mörg hundruð urriða úr Þjóðgarðinum sem eru um og yfir 10 pund! 

Read more “Ótrúleg urriðaveiði á Þingvöllum”