Góð veiði í Úlfljótsvatni!

Það er eins og bleikjan í Úlfljótsvatni sé ánægð með rigningu síðustu daga, en veiðimenn hafa verið að veiða vel þar jafnt smá sem stóra fiska.
Halldór Gunnarsson er búinn að veiða reglulega í vatninu og vill hann meina að nú fyrst sé vatnið að almennilega að lifna við. Hann sá mikið líf og fékk tvær sannkallaðar "kusur" er hann var við veiðar í vatninu í gær. Stærri bleikjan vóg um 6 pund og sú minni um 4,5 pund.