Góð veiði á Melrakkasléttu!
Kristinn Jóhann Lund fór ásamt tveimur félögum sínum á Melrakkasléttuna föstudaginn 14. júní. Þeir voru við veiðar milli 8 og 16 og lönduðu þeir 30 fiskum, bæði bleikjum og urriðum. Bleikjan var um 1-1,5 pund og urriðarnir stærri eða um 2-3 pund.