Þingvallavatn – enn talsverður ís að hluta.
Á morgun, 20. apríl, verður opnað fyrir veiðimenn í Þingvallavatni, fyrir landi þjóðgarðsins. Það var mikið ævintýri á sama tíma fyrir ári síðan en þá komu nokkrir stórurriðaðar á land. Nú er hætt við því að það verði erfiðara að athafna sig enda ennþá mikill ís í þjóðgarðslandinu og má segja að það sé ís við landið allt frá Vatnsvík að Leirutá í það minnsta.