Vatnaveiðin að byrja á sunnudaginn!
Þá er loksins farið að koma að því að nýtt veiðitímabil hefjist formlega. Veiðimenn eru sjálfsagt farnir að ókyrrast, sérstaklega þar sem vötnin á láglendi eru svo gott sem íslaus. Það er því ekki ólíklegt að það verði margt um manninn á sunnudaginn, sem er páskadagur. Væntanlega munu einhverjir vilja hressa sig við eftir páskaeggjaátið og viðra sig og renna fyrir silung.