Þrátt fyrir að það sé allt á kafi í snjó um allt land þá er farið að styttast all verulega í næsta veiðitímabil. Nú er febrúarmánuður rúmlega hálfnaður og því bara rétt rúmur mánuður eða 44 dagar þangað til að veiðin hefjist formlega.

Veiðimenn geta kynnt sér opnunartíma vatnanna 2018 hér og það er tilvalið að nota þessa snjóþungu vetrarmánuði til að byrja að skipuleggja og undirbúa veiðiferðir i vötnin á komandi tímabili. Ef menn eru að velta fyrir sér að leigja  sumarhús í nágrenni vatnasvæðanna er mikilvægt að byrja að huga að því að finna hús sem eru til leigu því erfitt getur verið að finna hús þegar liðið er á sumarið. 

Veiðimenn almennt virðast bíða spenntir eftir komandi veiðitímabili. Vatnaveiðin síðasta sumar var óvanalega döpur á köflum og vilja margir tengja við að þörungamyndum (fæða fiskanna)  í mörgum vötnum hafi verið frábrugðin. Ein af skýringunum er sú að vötn voru illa ísilög og sumstaðar hreinlega lagði ekki ís líkt og í Þingvallavatni. Nú virðist vera kaldari vetur og gæla menn við að bleikjan verði mun sterkari í vor og næsta sumar. Allt eru þetta þó bjartsýnisgetgátur en það er einmitt eðli veiðimanna að vera bjartsýnir.

 


Harður veiðimaður við veiðar í snjókomu í Elliðavatni síðasta vor.

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

 

 

 

 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Vatnaveiðin að byrja á sunnudaginn!
Næsta frétt
Are you visiting Iceland summer of 2018?