Nú þegar aðeins tveir dagar eru eftir af veiðitímabilinu í Þingvallavatni er rétt að minna veiðimenn á að þegar rökkva tekur á kvöldin mætir risaurriðinn í meira mæli.

Cezary Fijalkowski hefur kíkt í þjóðgarðinn síðustu daga og verið að slíta upp a.m.k einn fisk í hverri ferð. Í gærkvöldi veiddi hann sannkallaðan höfðingja sem var 98 sm og um 24 pund.

Hér fyrir neðan má sjá mynd af þessum glæsilega fiskir og við óskum Cezary til hamingju með þennan rígvæna fisk og þökkum honum fyrir að fá að birta myndina.

 


Cezary með urriðann sem hann veiddi í gærkvöldi. 98,5 sm og 24 pund.

Við hvetjum veiðimenn til að nýta sér þessar fáu daga sem eftir eru af veiðitímabilinu.

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Fleiri boltar úr þjóðgarðinum á Þingvöllum
Næsta frétt
Síðasti séns að kíkja í Hítarvatn í dag.