Verið er að leggja lokahönd á útgáfu Veiðikortsins 2018 og mun það koma út um næstu mánaðarmót en það fer í dreifingu eins og vanalega í byrjun desembermánaðar. Kortið verður því klárt í jólapakka veiðimanna!

Breytingar fyrir 2018
Það eru fáar breytingar á Veiðikortinu 2018 frá síðasta ári. Víkurflóð við Kirkjubæjarklaustur hverfur úr vatnaflóru Veiðikortsins, en vatnið hefur verið í Veiðikortinu frá upphafi. Miklar breytingar hafa orðið á svæðinu á þessum 14 árum og ferðaþjónustan tekið völdin þar, en búið er að byggja veglegt hótel nánast við vatnsbakkann sem heitir Hótel Laki. Verðið á kortinu hækkar upp í kr. 7.900 en verðið hafði verið óbreytt í nokkur ár. Aðrar breytingar eru ekki á döfunni þannig að handhafar Veiðikortsins geta veitt á 34 vatnasvæðum vítt og breitt um landið fyrir aðeins kr. 7.900.

 

Útlitið á Veiðikortinu 2018
Á forsíðu bæklingsin er veiðimaðurinn Gunnar Páll Jóakimsson að glíma við væna bleikjur í Þingvallavatni. 

 

Hér má sjá forsíðu bæklingsins 2018 og mynd af kortinu hér fyrir neðan.

 

 

Veiðikortið 2018 kostar aðeins kr. 7.900.- tilvalin jólagjöf!

Við höfum þegar hafið sölu á Veiðikortinu 2018 á vefsíðu okkar og munu pantanir verða afgreiddar um leið og kortið verður tilbúið til dreifingar eða um mánaðarmótin.

 

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

 

 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Kaupa nov
Næsta frétt
Urriðadansinn á Þingvöllum á laugardaginn!