Laxveiði í Hraunsfirði – skemmtilegar myndir
Nú er laxinn farinn að ganga inn í Hraunsfjörð á fullum krafti og má sjá hann stökkvar um lónið. Einnig er mikið af fiski fyrir neðan brú og er vert að taka það fram að stranglega bannað er að veiða við stífluna og fyrir neðan brú. Stutt er í næsta straum þannig að það má búast við góðum göngum næstu daga.