Héðan og þaðan – vötnin að hrökkva í gang.
Okkur hafa borist fréttir héðan og þaðan af vatnasvæðum Veiðikortsins.
Bleikjan virðist vera komin í Hraunsfjörð og vekur það upp mikla gleði hjá þeim sem stunda lónið og hafa verið að bíða eftir bleikjunni. Einnig hefur lax sést stökkva í lóninu. Ætla má að margir skelli sér í Hraunsfjörðinn um helgina og við bíðum spenntir eftir frekari fréttum og myndum þaðan.