Héðan og þaðan – vötnin að hrökkva í gang.

Okkur hafa borist fréttir héðan og þaðan af vatnasvæðum Veiðikortsins.
Bleikjan virðist vera komin í Hraunsfjörð og vekur það upp mikla gleði hjá þeim sem stunda lónið og hafa verið að bíða eftir bleikjunni.  Einnig hefur lax sést stökkva í lóninu.  Ætla má að margir skelli sér í Hraunsfjörðinn um helgina og við bíðum spenntir eftir frekari fréttum og myndum þaðan.  

Read more “Héðan og þaðan – vötnin að hrökkva í gang.”

Þingvellir – Krókur og Krókur á móti bragði.

Þingvellir – Krókur og Krókur á móti bragði.
Við höfum fengið margar góðar fréttir af aflabrögðum á Þingvöllum síðustu daga.  Menn hafa verið að fá allt að 20 punda urriðum og bíðum við eftir myndum til að geta sýnt frá því.  Einnig er búið að vera líflegt í Úlfljótsvatni, en við fengum fréttir frá veiðimanni sem fékk tvo 4 punda urriða og einn 8 punda urriða þar á Toby seinnipartinn 6. maí.

Read more “Þingvellir – Krókur og Krókur á móti bragði.”

Urriði með sögu!

05. maí 2010
 
Urriði með sögu! Upplýsingar frá Laxfiskum um 9 punda urriðann sem veiddist 1. maí.
Eins og getið var um í frétt okkar 1. maí var 9 punda urriðinn sem Sigurður Bogason fékk á Þingvöllum merktur.  Í framhaldi hafði veiðimaðurinn samband við Jóhannes hjá Laxfiskum.

Read more “Urriði með sögu!”

Kleifarvatn opnar með látum!

Kleifarvatnið kemust sterkt inn í opnun, en vatnið opnaði 15. apríl, eða tveim vikum fyrr en vanalega.  Atli Sigurðsson fékk 3 urriða um 3 pundin í gær, 17. apríl og Nökkvi Svavars og sonur hans fengu einnig ánægjulega veiði.  Sjálfsagt hafa fleiri gert fína veiði án þess að við höfum fengið upplýsingar af því.  Veðrið í dag var greinilega mjög sérstakt, en það var bæði sól, rok, rigning, logn, snjór og slydda.

Read more “Kleifarvatn opnar með látum!”

Hraunhafnarvatn á Melrakkasléttu – fín veiði

Þrátt fyrir að komið sé fram í september er ennþá hægt að veiða flestum vötnum Veiðikortsins.  Veiðimaður var á Melrakkasléttu á laugardaginn síðasta og fékk hann 3 urriða 2,5-3 pund á flugu. 
Einnig hefur heyrst af mönnum sem hafa verið að gera það gott í laxveiði í Meðalfellsvatni eins og venjan er þegar líða tekur á sumarið.  Einnig má benda á að lax gengur líka upp í Þórisstaðavatn og veiðast þar margir laxar á hverju sumri. 

Read more “Hraunhafnarvatn á Melrakkasléttu – fín veiði”