Þingvallavatn fer seint í gang!
Það hefur eflaust ekki farið framhjá nokkrum veiðimanni að sumarið hefur látið bíða eftir sér og fyrstu raunvörulegu merkin um sumarið sé að koma um þessar mundir.
Margir veiðimenn hafa lagt leið sína í Þingvallavatn til að egna fyrir urriðann enda byrjaði sannkallað urriðaævintýri þar strax 20. apríl í fyrra. Þeir sem hafa staðið vaktina hafa fengið lítið sem ekkert eða hafa a.m.k. þurft að hafa gríðarlega mikið fyrir hverjum fiski. Þó hafa margir fallegir urriðar komið á land.