Sauðlauksdalsvatn er eitt af þeim veiðivötnum sem geyma fallega fiska. Vatnið er staðsett rétt hjá Patreksfirði og því í raun utan alfaraleiðar. Þeir sem fara í vatnið uppskera yfirleitt nokkuð vel.  Í vatninu má finna mjög væna staðbundna urriða, sjóbleikjur og staðbundnar auk þess sem sjóbirtingu á greiða leið upp í vatn.  Einkennandi fyrir vatnið er að þar eru hvítar strendur líkt og maður sé staddur erlendis. 

Jón Sigurðsson, fluguhnýtari með meiru er búsettur á Patreksfirði og fer reglulega í vatnið auk þess að hafa eftirlit með vatninu. Hann veiðir mjög vel öllu jöfnu og er hann byrjaður að kíkja í vatnið. 

Undanfarna daga hefur verið mjög fín veiði og má sjá hér fyrir neðan nokkrar myndir sem við fengum frá Jóni. 


Fallegur afli hjá Jóni í gær!


Glæsileg veiði úr Sauðlauksdalsvatni og fiskurinn kemur greinilega vel undan vetri.

 


Sauðlauksdalsvatn tekur greinilega vel á móti sumrinu!

Við þökkum Jóni fyrir að deila þessu með okkur og hvetjum veiðimenn sem ætla vestur í sumar að gefa vatninu gaum. Þeir sem villja gera sér ferð þangað úr höfuðborginni, þá eru um 380 km þangað frá Reykjavík um Hvalfjarðargöng. Hægt er að stytta þá vegalengd um 150 km. með því að taka ferjuna yfir Breiðafjörð.  Smelltu hér til að skoða nánar Sauðlauksdalsvatn

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Þingvallavatn fer seint í gang!
Næsta frétt
Starfsmannatilboð Efla